23 | Framtíð Trumps, friðaráætlun Ísrael og Palestínu, og Óskarinn

Published: Feb. 7, 2020, 2:03 p.m.

Í tuttugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað er um réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en þeim lauk í vikunni. Forsetinn var sem kunnugt er ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir embættisglöp í starfi; fyrir að misnota völd sín sem forseti annars vegar, og fyrir að hindra framgang rannsóknar fulltrúadeildarinnar hins vegar. Hvernig fór þetta allt saman, og hvernig kemur forsetinn út úr þessu, nú þegar um níu mánuðir eru þangað til forsetakosningar fara fram Vestanhafs? Rætt er við Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði. Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kynntu á dögunum nýja friðaráætlun fyrir Palestínu. Hún hefur fallið í grýttan jarðveg þar. Er áætlunin raunveruleg leið til friðar eftir áratuga átök milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eða gerir hún í raun illt verra? Hallgrímur Indriðason skoðaði áætlunina og ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson um næstu skref í þessari langvinnu deilu. Þá fer Birta Björnsdóttir yfir og rifjar upp samspil pólitíkur og Óskarsverðlauna, um umdeilda verðlaunahafa og hvernig sum þeirra hafa nýtt sviðsljósið til að koma málefnum í umræðuna. Og hvort að það hafi einhver áhrif. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.