Handkastið - Slök FRAMmistaða, leikmannakrísa að Hlíðarenda og Jói fór á markaðinn

Published: Oct. 21, 2018, 9:38 p.m.

Gestur þáttarins að þessu sinni var örvhenta undrið úr Safamýrinni, Jóhann Gunnar Einarsson sérfræðingur Seinni Bylgjunnar. Í þættinum fjölluðu strákarnir um leiki helgarinnar í Olís-deild karla, en nú er Olís-deildin komin í stutt landsleikjafrí. Í lok þáttarins skilaði Jóhann Gunnar síðan heimavinnunni sinni þegar hann fór á félagaskiptamarkaðinn fyrir öll félögin í Olís-deild karla. - Slök FRAMmistaða í Safamýrinni - Mosfellingar með sigur í mykjuhaugnum að Hlíðarenda - Björgvin Hólmgeirsson mætti til leiks í jafntefli ÍR fyrir norðan - Besta lið landsins vann toppslaginn - The Fannar Friðgeirsson show fyrir norðan - Anton Gylfi Pálsson dæmdi þrjá leiki á sólarhring - RúnarsKára-hornið