Handkastið - Landsliðsumræða (Taka 2)

Published: Jan. 7, 2019, 10:37 p.m.

Nýr þáttur á nýju ári. Fyrsti þáttur Handkastsins árið 2019 er kominn út og það þurfti tvær tökur til. Í fyrri tökum voru í settinu Sérfræðingurinn, Ponzan og Guðjón Guðmundsson en því miður eyðilagðist stór partur af þeim tökum og því var ekki hægt að birta þann þátt. Í þætti kvöldsins tók Ponzan út leikbann eftir frammistöðu sína á takkaborðinu í fyrri tökunni og því var Sérfræðingurinn einn við völd með þá Ásgeir Jónsson aðstoðarþjálfara Aftureldingar og Gunnar Birgisson íþróttafréttamann hjá RÚV. Umræðan var einföld: Íslenska landsliðið er á leið til Munchen á HM! Í lok þáttar fórum við síðan yfir stuðlabergið á Coolbet fyrir næstu umferð í Olís-deild kvenna.