Handkastið - Bongó í Breiðholti, Vængbrotnir Framarar og Vonbrigðalið Toggu

Published: Nov. 1, 2018, 11:47 p.m.

Gestur þáttarins í Handkastinu af þessu sinni sem var í boði Altis Bæjarhrauni var hin skelegga Þorgerður Anna Atladóttir fyrrum landsliðsgella og atvinnukona. Í þættinum fórum við yfir frestaðan leik ÍR og FH í Olís-deild karla, 7. umferð í Olís-deild kvenna auk þess sem við gerðum upp fyrstu sjö umferðirnar í kvennaboltanum. Sérfræðingurinn valdi Úrvalslið Olís-deildar kvenna og Togga valdi Vonbrigðaliðið. Auk þess völdum við leikmann októbermánaðar í Olís-deild karla og leikmann fyrstu umferðar í Olís-deild kvenna. Fengu þau að launum glaðning í boði Altis Bæjarhrauni. - Benni Bongó hélt uppi dynjandi takti í Breiðholtinu þar sem FH sigraði ÍR. - Er sæti Bjarna Fritz orðið volgt? - Vængbrotnir Framarar töpuðu fyrir norðan - Selfyssingar á botninum eftir N1 tapið - Katastrófan heldur áfram hjá Stjörnunni sem tapaði illa í Hafnarfirðinum - Stelpurnar hans Gústa Jó unnu öruggan sigur á nýliðum HK - Úrvalslið Sérfræðingsins - Vonbrigðalið Toggunar - Spáð í spilin fyrir næstu umferð í Olís-deildunum - Stuðlabergið í boði Coolbet