53. Þáttur - Höfuðborgin vs Landsbyggðin

Published: Oct. 23, 2020, 1:07 p.m.

Covid vesenið herjar á okkur öll en Endalínan lætur það ekki stoppa sig og heldur áfram að kryfja málefni líðandi stundar í íslenskum körfubolta. Stóra málið er brotthvarf Andy Johnston , þjálfara Þórs frá Akureyri en Þórsarar skýla sig á bakvið fjárhagsvanda en óánægjuraddir virðast hafa verið byrjaðar að krauma í Eyjafirðinum. Við kynnum einnig nýjan þjálfara til leiks , en Bjarki Ármann Oddsson er kominn heim og tekur við liðinu. Við förum yfir stöðuna hjá KKÍ og þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar Covid pásunnar - ásamt því að velta fyrir okkur hvort æfingabann liða á höfuðborgarsvæðinu muni skipta einhverju máli þegar deildin fer af stað aftur. Ekkert samráð , engin minnisblöð bara splunkunýr þáttur af Endalínunni beint úr White Fox Stofunni. #Kaldi #WhiteFox #PodcastStodin #Endalinan