38. Þáttur - Anna María Körfubolta Sveins

Published: April 30, 2020, 7:41 p.m.

Anna María Sveinsdóttir kæru hlustendur , goðsögn í íslenskri körfuboltasögu. Anna María var á toppnum í íslenskum kvenna körfubolta í yfir 2 áratugi og að fara yfir hennar viðurkenningar þyrfti lokaritgerð í háskólanum, körfuboltakona aldarinnar er kannski nóg. Hún mætti í WhiteFox stofuna og fór yfir sitt ferðalag í gegnum tíðina svona eins og hægt er í einum þætti og ræddi um nokkur golden moments. Titlarnir , úrslitaleikirnir, Írlandsævintýri, miðjuskotin , liðsheildin og straujaða skyrtan hennar Erlu Reynis. Anna ræddi einnig við okkur um stöðu kvennakörfunnar og íslensks körfubolta og hversu mikið hefur breyst á 36-37 árum frá því hún byrjaði í meistaraflokki. Endalínan í boði PodcastStöðvarinnar , BudLight og WhiteFox.