122. Þáttur - Við Covid viljum sigra - Sigra , Sigra !

Published: Jan. 10, 2022, 11:47 p.m.

Gleðilegt ár kæru hlustendur. 

Endalínan er mætt aftur á sinn heimavöll í White Fox Stofunni í fyrsta sinn á nýju ári. Það er leiðinda ástand í baráttunni gegn veirunni - fáir leikir , mikið smit og enn og aftur er Endalínan ekki fullmönnuð vegna þess. En við látum það ekki á okkur fá - Endalínan fer yfir leikina í SubwayDeild karla sem hafa verið spilaðir á árinu 2022 og rýnum frammistöðu liðanna á mannamáli ! Ekkert Stjörnuhrap í MGH , er Turner turning it around ? Jójó frammistöður Njarðvíkur og Grindavíkur , Skyldusigur Keflvíkinga og Þórsarar frá Akureyri eru alltaf betri í upphafi árs en mun það vera nóg til að halda sæti sínu í deildinni ?

Já þrátt fyrir fáa leiki þá vantar ekkert actionið að vanda og auðvitað eru fastir liðir á sínum stað. Halldór er í sóttkví að þessu sinni en Rúnar og Gunnar fara ítarlega í allt sem þarf að ræða eftir þessa 5 leiki á árinu 2022!


Endalínan í boði WhiteFox - Viking Lite - Cintamani - KefRestaurant & DiamondSuites