109. Þáttur - Here we go again ! - Meistarakeppnin og Endalínuspáin

Published: Oct. 4, 2021, 1:40 a.m.

Kæra Körfuboltafjölskylda , þá er komið að því !! 

Nýtt tímabil er handan við hornið , ennþá betra , ennþá meira spennandi og ennþá jafnara en nokkru sinni áður !! Endalínan tekur stöðuna beint úr WhiteFox Stofunni að vanda og förum við yfir leikina í Meistarakeppni Karla og Kvenna ásamt því að gefa út okkar umdeildu og líklega kolröngu ENDALÍNUSPÁ fyrir tímabilið. Hvað eru mörg lið contenders ? Eru Kef betri eða verri en á síðasta tímabili ? Mæta Kóbacabana menn í Smárann ? Mun ,,MoneyTalks,, loksins virka í Skagafirði ? Geta Grindvíkingar aldrei orðið fullmannaðir ? .... Já það er sko heldur betur nóg af spurningum fyrir þetta tímabil og eftirvæntingin í hámarki en fjörið fer af stað á fimmtudaginn !! Allt þetta og auðvitað VikingLite spurning vikunnar og Fróðleikshornið í boði KefRestaurant á Endalínunni. 

Endalínan er í boði WhiteFox , Cintamani , VikingLite og KefRestaurant&DiamondSuites