104. Þáttur - 1á1 með Frikka Stef & Leikmannamál !

Published: Aug. 6, 2021, 5:50 p.m.

Já kæru hlustendur það er sannkallaður 2fyrir1 díll á Endalínunni í þetta skiptið. 

Við fengum til okkar Heimaklettinn sjálfan, Friðrik Erlend Stefánsson ! Frikki Stef eins og hann var nú oftast kallaður á ansi óhefðbundna körfuboltasögu að baki en þessi stóri strákur í Vestmannaeyjum spilaði landsleik með drengjalandsliði Íslands áður en hann spilaði official leik í Íslandsmóti. Frikki fer í gegnum ferilinn með okkur en þessi frábæri miðherji vann 3 Íslandsmeistaratitla með Njarðvík og er í dag 10.landsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 112 landsleiki fyrir Íslands hönd. Í seinni hlutanum förum við aðeins yfir þær breytingar sem hafa orðið á liðunum , hvaða lið hafa gert vel á markaðnum og hvernig þetta lítur þegar það er tæpur mánuður í fyrsta leik í Bikar. Allt þetta á Endalínunni , 2fyrir1 , í boði WhiteFox, Kalda , Cintamani og okkar nýjasta samstarfsaðila , Kef Restaurant & Diamond Suites