Indriði Sigurðsson

Published: June 15, 2020, 12:08 a.m.

Eftir að hafa jafnað sig á því áfali að vera rekinn úr KR í 7. flokki lék Indriði Sigurðsson 65 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og var í 15 ár í atvinnumennsku í Noregi og Belgíu. Hann var orðaður við Manchester United og fór á trial til Liverpool og PSV áður en hann skrifaði undir hjá Lilleström í Noregi eftir að hafa 17 ára gamall spilað ágætis hlutverk í frægu Íslandsmeistaraliði KR og átti síðar eftir að spila með belgíska stórliðinu Racing Genk, undir stjórn King Henning Berg hjá Lyn og að lokum í 6 ár í Íslendinganýlendunni Viking frá Stavanger en í millitíðinni missti hann t.d. af samningi hjá Southampton þar sem klúbburinn tók þá umdeildu ákvörðun að veðja á annan vinstri bakvörð. Hann spilaði með haug af stjörnum og leikmönnum sem meikuðu það og eru jafnvel ennþá í hæstu hæðum í heimsfótboltanum. Indriði mætti ferskur og sagði geggjaðar sögur á sama tíma og hann valdi Draumaliðið sitt frá ferlinum.