Gunnar Oddsson

Published: Sept. 17, 2020, 7:16 a.m.

Ef Gunnar Oddsson væri bandarískur íþróttamaður myndi hann bera gælunafnið Iron Man. Frá júlí 1990 til ágúst 2000 spilaði Gunnar alla deildarleiki sem í boði voru í efstu deild á Íslandi, 186 leiki talsins, en hann varð síðar leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og er í dag í þriðja sæti á þeim lista. Hann er goðsögn í Keflavík og vel metinn hjá KR og Ólafsfirði en fyrst og síðast er hann einn albesti leikmaður sem efsta deild á Íslandi hefur séð en þess til vitnis má nefna að geitin úr röðum blaðamanna og höfundur íslenskrar knattspyrnu Víðir Sigurðsson valdi hann í besta lið síðustu fjögurra áratuga.