Davíð Þór Viðarsson

Published: Oct. 1, 2020, 7:31 a.m.

Það má færa sterk rök fyrir því að Davíð Þór Viðarsson sé besti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Hann kom 17 ára gamall með FH upp í efstu deild og hefur verið fastamaður og fyrirliði í liðinu síðan þá ef frá eru talin tvö þriggja ára stopp í atvinnumennsku. Hann varð einu sinni bikarmeistari og 8 sinnum Íslandsmeistari og náði því magnaða afreki að pirra hvern einasta andstæðing FH hvort sem var inn á vellinum eða uppi í stúku. Sennilega skilgreiningin á mest óþolandi mótherja sem nokkur leikmaður gat mætt en frábær náungi fyrir FH og einnig aðra eftir að hann lauk ferlinum.