Vanja frændi, ljósmyndir, Gaimard, Auður Jónsdóttir

Published: Jan. 15, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við ljósmyndarann Valdimar Thorlacius en hann opnar sýningu á verkum sínum á morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Auður Jónsdóttir rithöfundur heldur áfram að hugsa um framtíðina í upphafi nýs áratugar, í pistlaröð sem hófst í þættinum fyrir viku og ber yfirskriftina Bréf til sonar. Í dag fjallar Auður um íslenskuna og framtíðina. María Kristjánsdóttir fjallar í dag um leikritið Vanja frænda eftir rússneska rithöfundinn Anton Tsjékhov sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi rýnir í bókina Maðurinn sem Ísland elskaði eftir Árna Snævarr en hún fjallar um franska náttúruvísindamanninn Paul Gaimard sem ferðaðist um Ísland á árunum 1835 og 1836. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson