Úlfur, slæmt ár, Kvöldmáltíð, Gong

Published: March 15, 2021, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Úlf Hansson, tónskáld og hljóðlistamann, sem hlaut um helgina hin bandarísku Guthmann-verðlaun fyrir Segulhörpu, hljóðfæri sem hann hefur verið að þróa undanfarin ár. Guthmann Musical Instrument Competition er virt hátíð á sviði nýsköpunar í tónlist en verðlaunin eru veitt einum listamanni ár hvert. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær fjallar Arnljótur Sigurðsson um hina stórkostlega geggjuðu hljómsveit Gong sem gekk svo langt með konsept-plötusmíðar sínar að úr urðu tvær trílógíur á 37 árum, en þrátt fyrir fráfall forsprakkans er allt eins líklegt að heimasmíðað ævintýri þeirra um Zero the Hero haldi áfram að þróast um ókomin ár. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt um vont ár í listum. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um The Last Kvöldmáltíð, nýtt íslenskt leikverk eftir Kolfinnu Nikulásdóttur, sem frumsýnt var í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur í Tjarnarbíói í síðustu viku.