Tyrfingur, Helg og Stefán, Ungir einleikarar, rússnesk menning

Published: Jan. 16, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Stefán Jónsson leikstjóra en á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt íslenskt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, verk sem nefnist Helgi Þór Rofnar. Þetta er fimmta leikritið eftir Tyrfing, sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum, sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu. Hlustendur heyra líka hljóðið í Kristínu Ýri Jónsdóttur, Sólveigu Vöku Eyþórsdóttur, Flemming Viðari Valmundssyni og Gunnar Kristni Óskarssyni en þau eru öll ungir tónlistarmenn og leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum með ungum einleikurum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Og Gunnar Þorri Pétursson flytur pistla í Víðsjá á fimmtudögum í janúar þar sem hann fer aftur á bak í tíma og austur á bóginn. Pistlaröðina kallar Gunnar „Varsjá“, fyrir viku fjallaði hann um rithöfundinn Anton Tsjékhov og vináttu hans við rússneska málarann Ísak Levítan. En í dag er Gunnar með hugann við Arnór Hannibalsson og dularfulla þýðingu sem hann gerði á verki eftir heimspeking og huldumann í sovésku samfélagi. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson