Tónlistarnám, Er ég mamma mín?, heyrnarleysi og tónlist

Published: Feb. 11, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að gefnu tilefni að tónlistarnámi á Íslandi. Gestir þáttarins verða þau Freyja Gunnlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri Menntaskólans í tónlist (MÍT) og Atli Ingólfsson tónskáld og prófessor í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Einnig verður svissneski tónlistarmaðurinn Kurt Uenala tekinn tali, en hann stundar nú meistaranám við Listaháskóla Íslands og rannsakar þar meðal annars hvernig hægt er að miðla tónlist til þeirra sem glíma við heyrnarleysi. Snæbjörn Brynjarsson leikhúsrýnir þáttarins fjallar í dag um leikverkið Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina, en María leikstýrir einnig verkinu. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Málleysingjarnir eftir Pedro Gunnlaug Garcia. Hér er á ferðinni fyrsta verk Pedros, sögu sem gerist bæði í Rúmeníu og á Íslandi, og segir frá ungu fólki í flóknum og sumt fjandsamlegum heimi. Hlustendur heyra í höfundi í Víðsjá dagsins.