Tímaferðalag, Heimsendir, Öskudagur

Published: Feb. 26, 2020, 4:05 p.m.

Efni Víðsjár í dag: María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um verkið Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar en verkið er sýnt í Kúlu Þjóðleikhússins. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um bókina Bréf til mömmu eftir Mikael Torfason þar sem höfundur skrifar um æsku sína. Og Björn Þorsteinsson heimspekingur heldur áfram að glíma við spurninguna: Hvað nú? eins og hann hefur gert á miðvikudögum í Víðsjá í febrúar. Í dag er komin röðin að síðasta pistli Björns, yfirskriftin að þessu sinni: Heimsendir - já takk. Við kröfsum líka safni Ríkisútvarpsins og setjum saman skilaboð um daginn í dag, Öskudag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson