Tíkin, Gróður, Sjónrýni og ljóðlistarmyndband

Published: Sept. 23, 2020, 4:05 p.m.

Víðsjá fer niður í miðbæ Reykjavíkur, í heimsókn í Berg contemporary þar sem sýningin Gróður opnaði um liðna helgi. Rætt er við Lilju Birgisdóttur, Katrínu Elvarsdóttur og Ninu Zurier en þær sýna allar ný ljósmyndaverk á sýningunni. Jón Hallur Stefánsson verður tekin tali um skáldsöguna Tíkina eftir hina kolumbísku Pilar Quintana en þýðing Jóns Halls á sögunni kom nýverið út hjá forlaginu Angústúru. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir í sjónmenningu í pistli sínum og fjallar í dag um sýninguna Á sameiginlegri jörð sem nú er uppi á Korpúlfsstöðum. Hlustendur heyra brot úr ljóðlistarmyndbandi Hallgríms Helgasonar og tónlist af nýrri plötu Gyðu Valtýsdóttur. Umsjón: Guðni Tómasson