Sköp, myndlistarrýni, Egla, nautnagarður

Published: Jan. 13, 2021, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um 33ja metra löng kvensköp í almenningsgarði sem hafa valdið blóðheitum umræðum í Brasilíu og víðar. Listakonan á bak við verkið vildi varpa ljósi á þann ójöfnuð og þau vandræði sem kynferði getur skapað en bjóst alls ekki við að það kveikti jafn hatursfulla orðræðu og raun hefur borið vitni. Torfi Tulinus les kvöldsöguna, Egils sögu, fyrir hlustendur Rásar 1 þessa dagana, hann hóf lesturinn á föstudag. Víðsjá fylgist grannt með og ræðir af þessu tilefni við Torfa um Egils sögu út frá ýmsum vinklum. Í dag svarar Torfi spurningunni: Hvað vitum við um Egils sögu? Hugað verður meðal annars að handritum og ritunartíma. Í myndlistarpistli dagsins fjallar Ólöf Gerður Sigfúsdóttir um tvær yfirlitssýningar sem nú standa yfir í Listasafninu á Akureyri, sýningar sem eru afar ólíkar en vekja upp áhugaverðar spurningar um listina og samspil hennar við hversdagsleikann annars vegar og opinber söfn hins vegar. Þetta eru sýningarnar Kristín Th - málverk og ljósmyndir, þar sem gefur að líta verk eftir Kristínu Katrínu Þórðardóttur Thoroddsen, og Lengi skal manninn reyna, sem er umfangsmikil yfirlitssýning um ævi­fer­il lista­manns­ins Þor­vald­ar Þor­steins­son­ar sem lést árið 2013. Einnig verður sagt frá fornfrægum nautnagarði sem fundist hefur við fornleifauppgröft suður í Rómaborg. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.