Sigurður Árni, Bessastaðaþýðingar, rím

Published: Jan. 18, 2021, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um sýninguna ÓraVídd sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, en um er að ræða yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, Sigurður verður tekinn tali í Víðsjá í dag. Tilkynnt var fyrir helgi um úthlutanir úr Rannsóknasjóði, Rannís. Um er að ræða stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi en alls bárust 402 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 20% umsókna. Á meðal þeirra sem hljóta nýdoktorsstyrk að þessu sinni er Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur en Hjalti fær styrkinn fyrir verkefni sem nefnist Bessastaðaþýðingarnar, rætt verður við Hjalta í Víðsjá í dag. Og í tónlistarhorninu Heyrandi nær lætur Arnljótur Sigurðsson hugann reika um áráttuna fyrir rími og stuðlum, en rímið og stuðlana notar manneskjan sér bæði til gagns og gamans, nær og fjær. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson