Síðasti Víðsjárþáttur ársins

Published: Dec. 19, 2019, 4:05 p.m.

Í síðustu Víðsjá fyrir jól og síðustu Víðsjá ársins 2019 - taka þeir Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson á móti góðum gestum í leiklistarhljóðstofu Ríkisúvarpsins. Rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sjón og Þórdís Gísladóttir koma í heimsókn og lesa úr nýjum verkum sínum. Einnig verður haldið áfram að rýna í nýjar bækur, Gauti Kristmannsson fjallar í þættinum í dag um skáldsöguna Seltu (apókrýfu úr ævi landlæknis) eftir Sölva Björn Sigurðsson, en Sölvi er tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir verkið. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.