Samkoma, De Quincey, Þursaflokkur, Sonatorrek

Published: April 16, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag er hugað að sýningunni Samkomu sem átti upphaflega að vera í Veröld - húsi Vigdísar, en færist inn á netið vegna faraldursins. Þær Hrafnhildur Gissurardóttir og Sólveig Pálsdóttir segja frá Samkomu í Víðsjá dagsins. Thomas De Quincey, (1785 -1859), var þekktastur fyrir bók sína Játningar enskrar ópíumætu sem út kom árið 1821 og olli miklu uppnámi. Hermann Stefánsson rýnir í enska klassík í Víðsjá í dag. Hinn íslenski þursaflokkur kemur að gefnu tilefni við sögu í þættinum. Og hlustendur heyra ljóð fyrir þjóð. Í dag er það Arnar Jónsson leikari sem les Sonatorrek eftir Egil Skallagrímsson.