Safnasafnið, Linda og Kyrrlífsmyndir og réttarstaða myndlistarmanna

Published: June 24, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður rætt við Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáld sem sendir nú frá sér nýja ljóðabók sem hún kallar Kyrralífsmyndir og er ort undir sterkum áhrifum af nýliðnum vetri. Farið verður í heimsókn á Safnasafnið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð en í ár stendur safnið á tímamótum. Safnið var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Í þættinum verður rætt við Níels Hafstein. Páll Haukur Björnsson, stjórnarmeðlimur Myndstefs, kemur einnig í heimsókn í Víðsjá og ræðir um réttarstöðu myndlistarmanns gagnvart verki sínu eftir að það hefur verið selt. Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson