Rætt við Braga Ólafsson, dómur um Skáldið er eitt skrípó o.fl.

Published: Nov. 26, 2019, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Braga Ólafsson rithöfund um skáldsöguna Stöðu pundsins sem er nýkomin út. Gauti Kristmannsson rýnir í bókina Skáldið er eitt skrípatól sem hefur að geyma þýðingar Guðbergs Bergssonar á verkum portúgalska skáldsins Fernando Pessoa, auk ritgerðar Guðbergs þar sem hann fjallar um ævi og skáldskap þessa merka skálds. Hlustendur heyra einnig eitt þeirra tónverka sem frumflutt voru í Hörpu á sunnudag á Orðin hljóð - Tónlistarhátíð Rásar 1, en þar áttu fjögur tónskáld og fjórir textahöfundar stefnumót. Og María Kristjánsdóttir fjallar um bækur á sviði, sýningarnar Um tímann og vatnið og Skjáskot sem settar voru upp í Borgarleikhúsinu, og byggja á bókum eftir Andra Snæ Magnason og Berg Ebba Benediktsson. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.