Polishing Iceland, konur í kvikmyndum II og holræsi og farsóttir

Published: Sept. 16, 2020, 4:05 p.m.

Víðsjá 16. sept Í siðustu viku var fjallað í Víðsjá um holræsi og áhrif farsótta á borgir og í þætti dagsins verður haldið áfram þaðan sem frá var horfið. Nú verður litið aftur til þess tíma þegar Barcelonaborg sprengdi utan af sér miðaldamúrana og varð nútímaleg borg með birtu og andvara fyrir alla. Fyrsti kafbáturinn, útópískir sósíalistar og draumar um betri heim koma lika við sögu. Guðrún Elsa Bragadóttir heldur áfram að ræða stöðu íslenskra kvenna í kvikmyndaiðnaðinum í pistli sínum í dag og hugað verður að líkamlegu leikhúsi og upplifun pólskra innflytjenda af því að koma inn í íslenskt samfélag þegar Pálína Jónsdóttir og Ewa Marcinek koma í heimsókn í Víðsjá og segja frá sýningunni Polishing Iceland sem Reykjavik Ensemble frumsýnir að nýju í Tjarnarbíói annað kvöld. Umsjón Guðni Tómasson