Óskar Árni, Trump og myndlist, Eldarnir, jólabókaflóð á tímum veiru

Published: Nov. 5, 2020, 4:05 p.m.

Rætt er við rithöfundinn Óskar Árna Óskarsson um bók sem nefnist Vatnaleiðin og hefur að geyma dagbók sem hann skrifaði í Stykkishólmi árið 2009. Fjallað verður um myndlistaráhuga Donalds Trumps, samband hans við Andy Warhol og portrettið af Benjamin Franklin á hundrað dollara seðlinum. Spurt er: Hvaða myndlist tók Trump með sér í Hvíta húsið og hvern mun hann útnefna sem portrettmálara þeirra hjóna þegar dvölinni í Hvíta húsinu líkur? Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um skáldsöguna Eldarnir: Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um jólabókaflóð á tímum veirunnar.