Loki, lykt, Oddný Eir Ævarsdóttir

Published: Nov. 19, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við skáldið Loka sem sendi á dögunum frá sér ljóðabókina Tunglið er diskókúla. Þetta er fyrsta bók Loka og hún hefur nú þegar vakið nokkra athygli. Einnig verður hugað að nýju rannsóknarverkefni evrópskra vísindamanna sem felst í því að skrásetja lyktarsögu álfunnar. Verkefnið miðar að því að miðla lyktarsafninu, þar sem ilmir og óþefir munu færa gesti aftur til fyrri alda, tíma þegar borgir álfunnar lyktuðu á allt annan hátt en þær gera í dag. Sérstaklega verður hugað að sögu tóbaksilmsins í þætti dagsins en sá ilmur er víst sérlega vinsæll í heimi ilmvatna í dag. Og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur heldur áfram að ávarpa hlustendur undir skammdegissól.