Lengsta ástarbréfið, Þorvaldur Þorsteinsson, Ekkert er sorglegra en ma

Published: Sept. 2, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá dagsins verður rætt við Tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson og leikstjórann og textahöfundurinn Adolf Smára Unnarsson, en þeir frumsýna samtímaóperuna Ekkert er sorglegra en manneskjan í Tjarnarbíó á sunnudag. Einnig verður litið inn á yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar sem opnaði nýverið á Listasafninu á Akureyri, en Þorvaldur var afkastamikill listamaður og kennari sem nýtti sér flesta miðla í listsköpun. Einnig verður fjallað um lengsta íslenska ástarbréfið sem vitað er um. Bréfið, sem varðveitt er að Kvennasögusafninu á Landsbókasafni Íslands, er 4 metrar að lengd og var skrifað af ungum Íslendingi í Kaupmannahöfn fyrir 120 árum síðan. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.