Kristín Eiríksdóttir, Nordal frændur, Ragnheiður Gyða og danslist

Published: Nov. 21, 2019, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við rithöfundinn Kristínu Eiríksdóttir sem sendi á dögunum frá sér ljóðabók sem nefnist Kærastinn er rjóður. Tónskáldin og frændurnir Þorkell Nordal og Hjalti Nordal koma í heimsókn en þeir eiga verk á efnisskrá tónleika Dómkórsins í Hallgrímskirkju á sunnudag. Þar verður einnig flutt áhrifamikið tónverk, Óttusöngvar að vori, eftir Jón Nordal, afa þeirra Þorkels og Hjalta. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar, Stöðu pundsins. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að flétta saman mannkynssögu og danslist. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.