Hunangsveiði, skeytasendingar og danshátíð

Published: Nov. 28, 2019, 4:05 p.m.

Meðal annars er rætt við við rithöfundinn Soffíu Bjarnadóttur sem var að senda frá sér skáldsögu sem nefnist Hunangsveiði. Þættinum berast líka mikilvæg skilaboð í morsformi sem sjá má á sýningu Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur sem nú er uppi utan á gömlu Loftskeytastöðinni vestur á Melum og í safnaðarheimili Neskirkju. Rætt er við listakonuna um skeytasendingar og lífkerfi sjávar. Snæbjörn Brynjarsson fjallar áfram um danshátíðina Reykjavík DanceFestival sem fór fram í síðustu viku. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir flytur síðasta pistil sinn um dans og mannkynssögu. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.