Halla Þórlaug, Beethoven, Gyrðir, Ásgerður Búadóttir

Published: Oct. 21, 2020, 4:05 p.m.

Víðsjá í dag meðal annars rætt við Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur sem hefur sent frá sér bókina Þagnarbindindi, bók sem er í senn ljóðabálkur og saga, og fjallar meðal annars um sambandsslit og söknuð. Hlustendur heyra líka í Árna Heimi Ingólfssyni tónlistarfræðingi sem ætlar að leiða hlustendur Rásar 1 í gegnum líf og list Ludwigs van Beethoven í sjö útvarpsþáttum sem hefja göngu sína á laugardag kl. 17, en þó að minna hafi orðið úr hátíðahöldum en til var ætlast, þá er víða um heim haldið upp á að í ár er 250 liðin frá fæðingu Beethovens. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um Draumstol, nýjustu ljóðabók Gyrðis Elíassonar. Og hugað verður að myndlist: Ásgerður Búadóttir var frumkvöðull í vefnaðarlist hér á landi og fyrirmynd annara myndlistarmanna sem tóku upp þráðinn í sínum verkum. Á sýningunni Listþræðir í Listasafni Íslands er aldarafmælis Ásgerðar minnst í samtali við fjölda annara listamanna, ekki síst samtímalistamanna, en í dag ríkir mikil gróska í þráðlistinni. Víðsjá heimsækir Listasafn Íslands og ræðir þar við Dagnýju Heiðdal, annan sýningarstjóra Listþráða.