Gljúfrasteinn, Rotturnar, Líf á tímum kórónaveiru

Published: April 14, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag er meðal annars farið í ,,ímyndað" ferðalag upp á Gljúfrastein, og gengið í huganum um hús skáldsins, Halldórs Laxness. Gljúfrasteinn í þrívídd er nokkuð sem safnið býður upp á þessar vikurnar á tímum samkomubanns. Rætt verður við safnstjórann, Guðnýju Dóru Gestsdóttur ,í Víðsjá í dag. Ágúst Ó. Georgsson, þjóðháttafræðingur og starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands, verður tekinn tali um spurningalista „spurningaskrá 128 - Lífið á tímum kórónaveirunnar“ sem safnið er að senda frá sér þessa dagana og biður sem flesta um að taka þátt í. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Um er að ræða spennusögu eða ungmennabók á mörkum vísindaskáldskapar, bók sem kom út árið 2018. Hlustendur heyra í Ragnheiði í Víðsjá í dag. Og þeir heyra líka ljóð fyrir þjóð.