Ásgerður, Hagard, Tafdrup

Published: March 11, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að verkum og ferli Ásgerðar Búadóttur myndlistarkonu en hún var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi. Nú gefst frábært tækifæri til að sjá verk Ásgerðar á sýningunni Lífsfletir á Kjarvalsstöðum. Í Víðsjá dagsins verður rætt við Aldísi Árnadóttur sýningarstjóra sýningarinnar. Gauti Kristmannsson rýnir í skáldsöguna Hagard eftir Lukas Bärfuss sem er margverðlaunaður svissneskur höfundur sem hlaut árið 2019 hin eftirsóttu Georg Büchner-verðlaun sem talin eru þau mikilvægustu á þýsku málsvæði. Og Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er Ljóðaúrval 1982 -2012, tvímála útgáfa áttatíu ljóða úr 14 ljóðabókum dönsku skáldkonunnar Piu Tafdrup. Hlustendur heyra í þýðandanum, Sigríði Helgu Sverrisdóttur, í þættinum í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson