Áramótaheit, Áslaug Íris, Wuhan, endurfundir

Published: Dec. 29, 2020, 4:05 p.m.

Í Víðsjá í dag verður bæði horft aftur í tímann, og fram í tímann, hugað verður að myndlist, tungumáli og táknum, og horft til áramóta, sem eru skammt undan. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um áramótaheit, um það hvernig gekk að standa við þau á árinu sem er að líða og hvaða heit hún hyggst strengja fyrir næsta ár. Sest verður niður með myndlistarkonunni Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur, sem sýnir um þessar mundir ný verk í norr11 við Hverfisgötu. Áslaug segir frá áhuga sínum á tungumáli og táknum, hversdagslegum efnum sem kallast á við ekki eins hversdagsleg tímabil listasögunnar og áhrif frá New York, þar sem áslaug íris bjó um tíma. Einnig verður komið við í borginni Wuhan í Kína og rifjuð upp ræða sem haldin var í Lundúnum í apríl og vakti mikla athygli, á tíma sem virðist að sumu leyti fjarlægur en samt mjög skammt undan. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.