Akademíur, Wesele!, Hagþenkir og Sláturtíð

Published: Feb. 10, 2021, 4:05 p.m.

Víðsjá hugar í dag að málþinginu Akademíur sem fer fram um komandi helgi í Listasafninu á Akureyri og fjallar um Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann og rithöfund en nú er uppi yfirlitssýning á verkum hans í safninu. Ágústa Kristófersdóttir og Þorgeir Tryggvason segja frá erindum sínum. Einnig verður rætt við Davíð Hörgdal Stefánsson rithöfund um ljóðabókina Heimaslátrun sem kom út fyrir jólin þar sem meðal annars er fjallað um illa meðferð á dýrum. Ásrún Magnúsdóttir verður einnig tekin tali um útvarpsþættina Wesele! sem Útvarpsleikhúsið á Rás 1 býður upp á þessa dagana, en þeir eru eins konar hlustunarpartí þar sem ólíkar fjölskyldur spila tónlist að eigin vali og segja hlustendum sögu sína. Og greint verður frá tilnefningum til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, en þær verða gerðar opinberar í Ljósmyndsafni Íslands í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson